[sam_zone id=1]

Tromsø úr leik

Tromsø lið íslendingana Kristjáns og Theódórs spilaði í gær annan undanúrslitaleikinn gegn Førde og eftir 3-2 tap um síðustu helgi var ljóst að þeir þyrftu að vinna þennan leik og síðan gullhrinu til að komast í úrslit. Það fór því miður svo að eftir um 2 tíma leik þá voru það Førde menn sem að fóru með 3-2 sigur af hólmi.

Fyrsta hrinan var jöfn til að byrja með en um miðja hrinu náðu Tromsø menn góðum kafla sem að skilaði sér í nokkura stiga forskoti og þeir létu það síðan ekki af hendi og unnu hrinuna að lokum 25-21. Önnur hrinan var einnig jöfn til að byrja með en öfugt við fyrstu hrinu þá voru það Førde menn sem að náðu fínum kafla um miðja hrinunna og unnu hana svo 25-21. Í þriðju hrinu snerist þetta svo aftur við og eftir jafna byrjun sigu Tromsø menn framúr og unnu 25-21.
Førde menn neituðu að gefast upp og voru sterkari í fjórðu hrinunni og unnu hana nokkuð örugglega 25-17 og því ljóst að það þyrfti aftur oddahrinu til að finna sigurvegara. Oddahrinan var jöfn allan tíman en þó voru Førde menn alltaf aðeins á undan en liðin sneru í stöðunni 6-8 fyrir Førde spennan hélt síðan áfram út hrinuna og þrátt fyrir góða baráttu Tromsø manna þá gekk það ekki og Førde skorðuðu síðasta stig leiksins og tryggðu sér þar með sigur 15-13 og einnig miða í úrslitaeinvígið.

Kristján og Theódór léku báðir allan leikinn og stóðu sig vel Kristján gerði 5 stig en Theódór 16.