[sam_zone id=1]

Afturelding B eru deildarmeistarar í 1.deild karla

Afturelding B tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla í vikunni þegar liðið sigraði Hamar 3-0 að Varmá.

Afturelding B sigraði 1. deild karla mjög sannfærandi með 28 stig. Hamar varð í öðru sæti með 20 stig og Vestri í því þriðja með 19 stig. Lið Aftureldingar er með ungt og efnilegt lið en liðið samanstendur af leikmönnum úr öðrum og þriðja flokki og auk þess spilar einn leikmaður úr meistaraflokki með í hverjum leik.

Blakfréttir.is óska Aftureldingu B til hamingju með titlinn.