[sam_zone id=1]

Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil karla fer af stað í kvöld

Í kvöld fer fram fyrsti leikur í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla en þá mætast KA og HK norður á Akureyri en leikið er í KA heimilinu.

KA eru ríkjandi deildar og bikarmeistarar frá þessu tímabili en liðið hefur haft töluverða yfirburði í vetur og aðeins tapað fjórum leikjum í öllum keppnum. KA hafa fjórum sinnum orðið Íslandsmeistarar karla og það síðast árið 2011 þegar liðið var að vinna annað árið i röð. KA munu gera allt sem þeir geta til að ná að landa “þrennunni” en KA vann fyrst alla þrjá titlana árið 1991, þeir endurtóku svo leikinn árin 2010 og 2011.

HK eru ríkjandi Íslandsmeistarar frá síðasta tímabili en HK hefur landað titlinum siðustu 6 ár og geta því nælt sér i sinn ellefta Íslandsmeistaratitil frá upphafi og þann sjöunda í röð.

Það verður fróðlegt að sjá hvort KA menn skelli í lás og geri allvöru atlögu að titlinum eða verða það HK sem verða Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð!