[sam_zone id=1]

Þróttur Nes mætir Aftureldingu í úrslitum

Þróttur Nes og HK mættust í seinni leik gærdagsins í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna en Þróttur hafði unnið fyrstu tvo leikina.

Þróttur Nes var sterkari aðilinn í fyrstu hrinu og var ávalt með forskot í hrinunni. Þróttur vann fyrstu hrinu nokkuð þæginlega 25-15. Þróttur fór vel af stað í annari hrinu og virtist vera með góð tök á hrinunni. HK náði hinsvegar að jafna í stöðunni 12-12 og komst svo í kjölfarið yfir. HK lét hrinuna ekki af hendi og fór að lokum með sigur 25-21 og jafnaði þar með leikinn.

Þriðja hrina var hnífjöfn en hana vann Þróttur 25-21 og þurfti því aðeins að vinna eina hrinu í viðbót til að komast í úrslit. Þróttur byrjaði fjórðu hrinu af miklum krafti og komst í 9-3. HK nær hinsvegar að jafna í 10-10 og við tekur æsispennandi kafli. Liðin eru jöfn í 17-17 en þá fer aðeins að halla undan fæti hjá HK og Þróttur nýtir tækifærið og nær að vinna hrinuna 25-20 og tryggja sér þar með 3-1 sigur og fara því í úrslit og mæta þar Aftureldingu.

Stigahæst í leiknum í gær var Paula Del Olmo Gomez leikmaður Þróttar með 16 stig. Stigahæst í liði HK var Hjördís Eiríksdóttir með 13 stig.