[sam_zone id=1]

KA menn komnir yfir í úrslitaviðureign Íslandsmótsins

KA fengu HK í heimsókn í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni Íslandsmótsins í kvöld. KA eru ríkjandi deildar- og bikarmeistarar og HK ríkjandi Íslandsmeistarar svo það var búist við hörkuleik.

Leikurinn hófst ansi jafn þar sem liðin skiptust á að skora. HK hafði þó örlitla forystu þar til um miðja hrinu þegar KA sigu fram úr. Þessi munur reyndist of mikill fyrir HK og vann KA fyrstu hrinuna 25-21.

KA hófu fyrstu hrinuna af miklum krafti og komust 6-2 yfir. HK minnkuðu muninn hægt og rólega og komust yfir um miðbik hrinunnar.  Í stöðunni 16-18 fyrir HK skoruðu KA fimm stig á móti einu frá HK og komust þannig aftur yfir. Hrinunni lauk með minnsta mun, 25-23 fyrir KA og þeir því komnir 2-0 yfir í hrinum.

Hausinn á KA mönnum virtist hafa flogið út um gluggann í þriðju hrinunni þar sem þeir gerðu gríðarlegan fjölda mistaka. HK gengu á lagið og komust fljótt í gott forskot. HK vann þriðju hrinuna 19-25 og hleyptu þannig lífi í leikinn.

Sömu sögu er að segja af fjórðu hrinunni þar sem KA gerðu fjöldan allan af klaufalegum mistökum og HK refsuðu þeim fyrir það með því að spila flottan sóknarleik. Í stöðunni 12-16 fyrir HK fór Alexander Arnar Þórisson í uppgjöf fyrir KA og á meðan hann var þar skoruðu KA fimm stig í röð. Þeirra á meðal voru þrjú beint úr uppgjöf. Hrinan var jöfn og gríðarlega spennandi alveg fram undir lokin en þökk sé góðum hávarnarleik KA unnu þeir hana 25-21 og leikinn því 3-1.

Stigahæstu menn í kvöld voru þeir Alexander Arnar Þórisson hjá KA með 17 stig og hjá HK skoraði Gary House 12 stig.

KA eru því komnir yfir í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins en næsti leikur er í Fagralundi í Kópavogi klukkan 20, fimmtudaginn 12. apríl. Leikurinn verður sýndur á SportTV fyrir þá sem ekki komast.