[sam_zone id=1]

Tromsø tapaði fyrsta undanúrslitaleiknum

Eftir mánaðarpásu þá voru Tromsø menn mættir aftur á völlinn og nú beið þeirra undanúrslitaviðureign gegn Førde í Førde.

Tromsø menn voru greinilega ánægðir með að vera komnir aftur á völlinn en þeir byrjuðu leikinn mjög vel og komust fljótt í góða forystu og voru með 10 stiga forystu um miðja hrinu, þeir héldu síðan áfram að spila vel og unnu að lokum örugglega 25-14. Tromsø byrjaði síðan aftur vel í annari hrinunni og komust fljótt í fína forystu en Førde gafst ekki upp og voru búnir að jafna um miðja hrinuna, hrinan var síðan jöfn til enda en í lokin voru það Tromsø sem voru sterkari og unnu 25-23, Tromsø menn því komnir í góða stöðu 2-0 yfir í hrinum.

En Førde menn neituðu að gefast upp og byrjuðu betur í þriðju hrinunni, í þessari hrinu voru Tromsø menn að elta allan tíman og það endaði síðan með að Førde unnu þriðju hrinuna 25-23. Fjórða hrinan var svo keimlík þeirri þriðju en Førde menn voru alltaf aðeins á undan og unnu hana einnig 25-18.

Það þurfti því oddahrinu til að útkljá fyrsta undanúrslitaleikinn í oddahrinunni þá byrjaði Tromsø aðeins betur og leiddu framan af en Førde voru ekki langt á eftir og komust yfir um miðja hrinuna en þeir reyndust síðan sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum 15-11 og þarmeð leikinn 3-2.

Það er því ljóst að það verður hörkuleikur sem að bíður blakáhorfenda í Tromsø um næstu helgi en Tromsø mun gera allt til að vinna þann leik og tryggja sér gullhrinu.

Kristján og Theódór voru að vanda í byrjunaliðinu og skoraði Kristján 9 stig á meðan Theódór gerði 15 stig.