[sam_zone id=1]

Örebro úr leik í úrslitakeppninni í Svíþjóð

Lið Örebro mætti liði Engelholm í þriðja sinn í úrslitakeppninni í Svíþjóð í gær, en Örebro þurfti nauðsynlega á sigri að halda allt annað þýddi að þær væru úr leik í úrslitakeppninni þetta árið.

Leikurinn var jafn til að byrja með og var ljóst að Örebro ætlaði að selja sig dýrt í þessum leik, þær náðu fljótlega góðri forystu í leiknum og litu vel út. Engelholm sýndi þó af hverju þær eru eitt besta liðið í Svíþjóð og þær söxuðu á forskot Örebro og náðu fljótlega að jafna leikinn. Það voru síðan Engelholm sem voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu hrinuna 25-21

Önnur hrinan var síðan að mestu eign Engelholm, hrinan var þó jöfn til að byrja með en þegar leið á hrinuna sigu Engelholm fram úr og sigldu nokkuð þægilegum sigri í höfn 25-19.

Það var því að duga eða drepast fyrir Örebro í næstu hrinu 2-0 undir í hrinum sem og einvíginu og þurftu þær því nauðsynlega á sigri að halda. Þriðja hrinan var svipuð þeirri annari nema nú snerust hlutverkin við þar sem Örebro var með yfirhöndina allan tíman og sigraði hrinuna örugglega 25-16 og hélt sér þar með á lífi.

Það reyndist þó skammgóður vermir þar sem Engelholm voru yfir alla hrinuna og unnu hana að lokum 25-16 og þar með leikinn 3-1. Engelholm sigraði því einnig einvígið á milli liðanna 3-0 í leikjum talið og fer þar með áfram í úrslitaviðureignina.

Jóna Guðlaug var á sínum stað í byrjunarliðinu í þessum leik og stóð hún sig með prýði í leiknum og skoraði hún 9 stig. Það var hinsvegar Tess Rountree leikmaður Engelholm sem var langatkvæðamest á vellinum en hún skoraði heil 26 stig í þessum leik.

Nánari tölfræði má sjá hér.