[sam_zone id=1]

Lugano sigraði Galina öðru sinni og leikur um 5. sætið

Íslendingaliðin Volley Lugano og VBC Galina mættust öðru sinni í gær. Lugano leiddi einvígið 1-0 og gat klárað einvígið með sigri.

 

Liðin leika þessa stundina um 5.-8. sætið í Sviss og þurfti að sigra tvo leiki til að komast í einvígið um 5.-6. sæti. Tapliðið myndi svo spila um 7.-8. sæti. Volley Lugano (Lið Elísabetar Einarsdóttur) sigraði fyrsta leikinn sem var spilaður á heimavelli Galina (Lið Thelmu Daggar Grétarsdóttur) og hafði því möguleika á því að klára einvígið á heimavelli sínum. Þær voru staðráðnar í að gera það og sigruðu leikinn örugglega, 3-0 (25-17, 25-18, 25-16).

Lugano mætir liði Viteos í einvíginu um 5. sætið en þær sigruðu lið ZESAR nokkuð sannfærandi, 2-0. Lið Viteos endaði deildarkeppnina í fjórða sæti og Lugano í því sjötta svo að einvígið ætti að verða spennandi. Það sama er uppi á teningnum hjá Galina sem mæta ZESAR í baráttu um 7. sætið. Galina lauk keppni í deildinni í áttunda sæti og ZESAR í því níunda. Ekki er komið í ljós hvenær leikirnir munu fara fram.