[sam_zone id=1]

Þróttur Nes með öruggan sigur gegn HK

Undanúrslit í úrslitakeppni kvenna fóru af stað í dag þegar Þróttur Nes tók á móti HK austur í Neskaupstað.

Þróttur Nes byrjaði fyrstu hrinu af miklum krafti og sigraði hana með miklum yfirburðum 25-13. HK mætti til leiks án fyrirliðans Hjördísar Eiríksdóttur og áttu þær fá svör við öflugri byrjun heimastúlkna. Önnur hrina byrjaði nokkuð jöfn en það tók Þrótt hinsvegar ekki langan tíma að ná tökum á hrinunni. Þróttur Nes sigraði aðra hrinu 25-16. Þróttur setti svo í fluggírinn í þriðju hrinu sem þær sigruðu með miklum yfirburðum 25-11 og leikinn þar með 3-0.

Þróttur Nes byrjar því einvígið af miklum krafti en HK stelpur þurfa að rífa sig í gang ætli þær sér í úrslit.

Stigahæst í leiknum var Paula Del Olmo Gomez leikmaður Þróttar með 16 stig. Stigahæst í liði HK var Matthildur Einarsdóttir með 10 stig.

Liðin mætast að nýju á laugardaginn kl 13:00 í Fagralundi.