[sam_zone id=1]

Úrslitakeppnir karla og kvenna halda áfram í vikunni

Úrslitakeppnir Mizunodeildar karla og kvenna fara aftur af stað í vikunni eftir páskafrí en hlé var gert á úrslitakeppnunum á meðan landsliðsverkefni voru í gangi.

Fjörið hefst á nýjan leik á morgun þegar Afturelding tekur á móti KA í úrslitakeppni karla en leikurinn er fjórði leikur liðanna í undanúrslitum. Sigri KA leikinn fara þeir í úrslit og mæta þar Íslandsmeisturum HK. Leikurinn á morgun fer fram í Varmá og hefst kl 20:00

Á fimmtudaginn hefjast svo undanúrslit kvenna en þar mætast í fyrsta leik Þróttur Nes og HK en sá leikur fer fram í Neskaupstað kl 18:00. Seinna um kvöldið eða kl 20:15 mætast svo Afturelding og Stjarnan í Varmá.

Líkt og í undanúrslitum karla þá þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslit.

 

Leikir vikunnar:

04.04.18
20:00 Afturelding – KA, Úrslitakeppni karla SPORT TV

05.04.18
18:00 Þróttur Nes – HK, Úrslitakeppni kvenna SPORT TV
20:15 Afturelding – Stjarnan, Úrslitakeppni kvenna SPORT TV

06.04.18
18:00 KA – Afturelding, Úrslitakeppni karla ( Ef þarf) SPORT TV

07.04.18
13:00 HK – Þróttur Nes, Úrslitakeppni kvenna
15:15 Stjarnan – Afturelding, Úrslitakeppni kvenna