[sam_zone id=1]

Annað tap þrátt fyrir flotta spilamennsku

Kvennalandslið Íslands spilaði í dag gegn Pagliare Volley á Pasqua Challenge en leiknum lauk með sigri ítalska liðsins 3-0.

Stelpurnar spiluðu nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið en þó vantaði aðeins uppá til að ná upp sömu spilamennsku og liðið sýndi í gær gegn Skotlandi.

Fyrsta hrina byrjaði jöfn og spennandi en ítalska liðið sýndi styrk sinn undir lokin og lauk hrinunni með sigri Pagliare Volley 25-19. Önnur hrina byrjaði alls ekki vel en stelpurnar lentu 9-0 undir. Hrinan tapaðist með miklum mun eða 25-10. Þriðja hrina var hinsvegar allt önnur en þar var jafnt á öllum tölum lengst af. Stelpurnar sýndu góða baráttu en þær ítölsku voru þó sterkari undir lokinn og unnu hrinuna 25-21 og leikinn þar með 3-0.

Stigahæst í liði íslands í dag var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 12 stig, næst á eftir henni kom Auður Líf Benediktsdóttir með 6 stig.

Ísland mætir á morgun Liechtenstein en það er þriðju og síðasti leikur liðsins á Pasqua Challenge en þó ekki síðasti leikur ferðarinnar því liðin mætast einni á laugardaginn í æfingaleik.