[sam_zone id=1]

Lorenzo Ciancio hættur með kvennalið KA

Blakdeild KA og Lorenzo Ciancio hafa komist að samkomulagi um að Lorenzo láti af störfum sem þjálfari hjá deildinni. Lorenzo mun láta af störfum strax í dag.

Lorenzo tók við KA fyrir tímabilið eftir að hafa þjálfað hjá Stjörnunni og Völsungi. Lorenzo hefur þá einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands.

KA á leik annaðkvöld gegn Stjörnunni í 2.umferð í úrslitakeppni karla en Filip Szewczyk sem áður þjálfaði liðið mun stjórna liðinu í leiknum.

Formaður Blakdeildar KA vildi ekki tjá sig um málið.

 

Sjá frétt á heimasíðu KA