[sam_zone id=1]

Örebro enduðu deildarkeppnina með tveimur heimasigrum

Örebro lauk leik í sænsku deildarkeppninni um helgina en þær léku þá tvo leiki sem báðir unnust 3-0.
Örebro mætti Sollentuna í fyrri leik sínum en í seinni leiknum voru það nágrannar þeirra í Lindesberg sem lutu í lægra haldi.

Leikurinn gegn Sollentuna var eign Örebro frá upphafi til enda og átti Sollentuna aldrei möguleika gegn sterku liði Örebro.
Örebro vann fyrstu hrinuna 25-15. Sollentuna áttu í miklum vandræðum með sterkar uppgjafir Örebro, en Örebro skoraði 12 stig beint úr uppgjöf á móti 4 frá Sollentuna. Örebro hélt áfram að þjarma að Sollentuna og unnu þær einnig næstu tvær hrinur örugglega 25-12 og 25-18.

Seinni leikurinn gegn Lindesberg var einnig frekar óspennandi en Örebro voru aftur með öll völd á vellinum. Þær unnu fyrstu hrinuna 25-15 og settu tónin fyrir restina af leiknum. Eins og í leiknum á móti Sollentuna fyrr í vikunni voru uppgjafir Örebro mjög sterkar en aftur skoraði liðið 12 stig úr uppgjafareitnum. Lindesberg átti fá svör við góðri spilamennsku Örebro og þær silgdu sigrinum örugglega heim með 25-16 og 25-14 sigrum í næstu tveimur hrinum.

Jóna Guðlaug lék ekki með liðinu gegn Sollentuna en gegn Lindesberg var hún kominn aftur á sinn stað og lék allan leikinn og skoraði hún 10 stig í leiknum.

Örebro endar því deildarkeppnina í þriðja sæti deildarkeppninnar en þær enduðu með 71 stig. Tvö efstu liðin Hylte/Halmstad og Engelholm voru skammt undan með 74 og 73 stig. Í úrslitakeppninni sem fer núna á stað mætir Örebro liði Gislaved í fyrstu umferð og er fyrsti leikur liðanna næstkomandi laugardag, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Nánari upplýsingar og tölfræði má finna hér.