[sam_zone id=1]

KA er Kjörísbikarmeistari karla árið 2018

Seinni úrslitaleikur dagsins var viðureign HK og KA í Kjörísbikar karla, en leikurinn fór fram í Digranesi.

KA byrjaði leikinn töluvert betur og vann fyrstu tvær hrinurnar 25-23 og 25-16. Góður og fjölbreyttur sóknarleikur KA gerði HK erfitt fyrir en HK hélt þó í við KA í fyrstu hrinu. Sóknarleikur HK hrundi svo í annari hrinu en KA menn gengu á lagið og unnu hana nokkuð örugglega.

HK kom hinsvegar til baka í þriðju hrinu og vann hana 25-16 líkt og KA gerði í annari hrinu. Þá skiptust liðin á hlutverki því sóknarleikur HK var góður á meðan ekkert gekk upp hjá KA. KA tryggði sér hinsvegar sinn 8unda bikarmeistaratitil með sigri í fjórðu hrinu 25-22 en besti leikmaður vallarins Quentin Moore kláraði hrinuna fyrir KA menn.

Stigahæstur í leiknum var Quentin Moore leikmaður KA með 24 stig en stigahæstur í liði HK var Gary House með 15 stig.

 

(Mynd: Mbl.is)