[sam_zone id=1]

KA menn öruggir inn í úrslit Kjörísbikarsins

Í fyrri leik undanúrslita karla í Kjörísbikarnum mættust Hrunamenn og KA, eins og í öðrum leikjum þá var leikið í Digranesi í Kópavogi.

Það voru ekki margir sem bjuggust við öðru en að þessi leikur yrði leikur kattarins að músinni. KA menn byrjuðu leikinn vel og komust í 11-0 með Ævarr Frey Birgisson í uppgjöf. Það virtist ætla að verða gangur leiksins því KA menn gerðu lítið annað en að gefa upp. Hrunamenn sýndu hinsvegar góða kafla inná milli og virtust ekki vera mættir til neins annars en að hafa gaman.

KA rúlluðu hinsvegar þæginlega í gegnum leikinn og unnu hann að lokum 3-0 (25-9, 25-3, 25-8)

Stigahæstur í liði KA var Quentin Moore með 11 stig, stigahæstur í liði Hrunamanna var Rúnar Bogason með 4 stig.