[sam_zone id=1]

HK í úrslit eftir sigur á Stjörnunni

Seinni úrslitaleikur karla í Kjörísbikarnum var viðureign HK og Stjörnunar en leikurinn var síðasti leikur undanúrslita.

Stjörnumenn voru án Kristófers Proppe en aðeins 8 leikmenn voru skráðir á skýrslu. Ragnar Már Garðarson var mættur aftur í lið Stjörnunar. HK mætti með fullskipað lið en þó var Ismar Hadziredzepovic fjarverandi vegna veikinda.

Leikurinn var nokkuð jafn en þó voru HK menn ávalt með yfirhöndina. Góður sóknarleikur liðanna bauð uppá flotta takta, bæði lið börðust vel varnarlega og voru Gary House og Valgeir Valgeirsson atkvæðamestir í sóknarleik sinna liða. HK hafði hinsvegar að lokum betur 3-0 (25-19, 25-21, 25-23). Með sigrinum er HK komið í úrslit og mætir þar KA á morgun kl 15:30.

Stigahæstur í leiknum í kvöld var Gary House leikmaður HK með 19 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunar var Valgeir Valgeirsson með 10 stig.