[sam_zone id=1]

Blakveisla í Digranesi um helgina

Eins og flest allir vita þá er sannkölluð blakveisla um helgina í Digranesi en úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram og þá er einnig spilað til úrslita í bikarkeppni yngri flokka.

Undanfarin ár þá hefur úrslitahelgin í bikarnum farið fram í Laugardalshöll en breyting varð á því í ár þar sem að úrslitahelgin fer núna fram í Digranesi í Kópavogi. Þá er einnig ný breyting en leikið er til úrslita í 3. og 4. flokki einnig en það er í fyrsta skipti sem leikið er til úrslita í bikarkeppni yngriflokka samhliða bikarkeppni meistaraflokka.

Hér fyrir neðan má sjá leikjaprógram helgarinnar:

 

Laugardagur:

kl. 09.00   Þróttur Nes – Völsungur, 4.fl stúlkna – KA TV
Kl. 11.00   Þróttur Nes – Vestri, 4.fl pilta- KA TV
kl. 13.00   HK – Stjarnan, kvenna – Sport TV
Kl. 15.00   Þróttur Nes – Afturelding, kvenna – Sport TV
Kl. 17.00   Hrunamenn – KA, karla – Sport TV
Kl. 19.00   HK – Stjarnan, karla – Sport TV

Sunnudagur:

kl. 09.00   KA – Huginn/Leiknir, 3.fl stúlkna – KA TV
Kl. 11.00   Þróttur Nes – Vestri/Afturelding, 3.fl pilta- KA TV
kl. 13.30   Úrslitaleikur kvenna – Rúv
Kl. 15.30   Úrslitaleikur karla – Rúv

 

Linkur á KA TV