[sam_zone id=1]

Kjörísbikar kvenna – upphitun: Þróttur Nes – Afturelding

Dagana 10.-11. mars fer fram úrslitahelgin í Kjörísbikarnum en allir leikirnir fara fram í Digranesi í ár.

Leikur nr 2 í undanúrslitum er viðureign Þróttar Nes og Aftureldingar í kvenna flokki en leikurinn fer fram kl 15:00 á laugardaginn. Við ætlum að fara aðeins yfir liðin tvö, leið þeirra í undanúrslit og þeirra helstu leikmenn.

Leið liðanna í undanúrslit:

Þróttur Nes

Þróttur Nes eru ríkjandi Deildarmeistarar og hafa verið gífurlega öflugar í vetur. Þróttur mætti KA-Krákum í 8 liða úrslitum og sigraði þann leik nokkuð örugglega 3-0 (25-10, 25-14, 25-19). Stigahæst í leiknum var Poula Del Olmo Gomez með 11 stig.


Afturelding

Afturelding eru ríkjandi Bikarmeistarar og eiga því titil að verja. Afturelding mætti KA í 8 liða úrslitum og fór nokkuð örugglega áfram eftir 3-0 sigur (25-12, 25-18, 25-17). Stigahæst í leiknum var Haley Rena Hampton með 16 stig.

 

Hættulegustu vopnin:

Helena í leik með Þrótti Nes gegn HK árið 2011
Helena í leik með Þrótti Nes gegn HK árið 2011

Þróttur Nes – Helena Kristín Gunnarsdóttir

Helena Kristín Gunnardóttir hefur aðeins spilað 9 deildarleiki fyrir Þrótt Nes í vetur en Helena kom til liðs við Þrótt á miðju tímabili. Þrátt fyrir það hefur Helena skorað 115 stig eða tæp 13 stig í leik að meðaltali. Stigahæsti leikmaður Þróttar í vetur er Poula Del Olmo Gomez með 223 stig í 16 leikjum eða rúm 12 stig að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að Helena er ekki síðri og hefði verið gaman að sjá stigaskor hennar hefði hún spilað heilt tímabil.


Haley Hampton

Afturelding – Haley Rena Hampton

Haley hefur verið gífurlega öflug í liði Aftureldingar í vetur og skorað 237 stig í 19 deildarleikjum eða 13 stig að meðaltali í leik. Haley er lang stigahæsti leikmaður Aftureldingar og verður því nokkuð ljóst að hún þarf að vera í stuði, ætli Afturelding sér að verja titilinn.

 

Viðtöl við fyrirliða:

 

Þróttur Nes – Særún Birta Eiríksdóttir

Leikurinn á móti Aftureldingu leggst mjög vel í mig. Mér finnst mjög spennandi og krefjandi að keppa á móti Aftureldingu í undanúrslitum þar sem þær eru með sterkt lið. Við stefnum að sjálfsögðu á að gera okkar allra besta og komast í úrslitin.


Afturelding – Velina Apostolova

Leikurinn við Þrótt Nes og Kjörísbikarhelgin í heild sinni leggst mjög vel í mig. Þetta er einn flottasti blak-viðburður ársins og það er alltaf gaman að taka þátt í honum. Okkar bíður krefjandi verkefni í undanúrslitunum og við hlökkum til að takast á við það. Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta stuðningsmenn í stúkunni og lofum góðri skemmtun.

 

 

 

Viðureignir liðanna í vetur:

16.02.18  Afturelding – Þróttur Nes, Varmá 0-3 (12-25, 23-25, 21-25)
10.02.18 Þróttur Nes – Afturelding, Neskaupstaður 3-0 (25-11, 34-32, 25-18)
06.01.17 Afturelding – Þróttur Nes, Varmá 2-3 (26-24, 25-15, 24-26, 20-25, 7-15)

 

 

Hérna má finna facebook viðburð fyrir úrslitahelgina: Úrslitahelgin í Kjörísbikarnum