[sam_zone id=1]

Tromsø náði öðru sætinu

Tromsø lið landsliðsmannana Kristjáns og Theódórs spilaði um helgina tvo síðustu leikina í deildinni en það voru engir smá leikir, útileikir við Viking og Førde sem fyrir helgina voru í fyrsta og þriðja sæti á meðan Tromsø var í öðru sæti. Það var því ljóst að baráttan um sæti í undanúrslitum yrði hörð (tvö efstu liðin fara beint í undanúrslit).

Tromsø mætti Viking á laugardeginum og með tveimur 3-0 sigrum gat Tromsø liðið stolið efsta sætinu af Viking. Það var samt ljóst frá byrjun að það væri ekki að fara að gerast því yfirburðir Viking voru miklir í fyrstu hrinunni og áttu Tromsø menn fá svör við góðum leik þeirra en það endaði svo að Viking vann örugglega 25-10 og tryggði sér þar með fyrsta sætið. Tromsø bætti sinn leik töluvert í annari hrinunni og með góðum endasprett náðu þeir að vinna hrinuna 25-23 og jafna leikinn. Þeir byrjuðu síðan töluvert betur í þriðju hrinunni og leiddu framan af en þá gaf Viking aftur í og náði að sigra hana 25-20. Það var síðan allur vindur úr Tromsø liðinu eftir þessa hrinuna en þeir skíttöpuðu síðustu hrinunni 25-7.

Þrátt fyrir þetta tap þá vissu Tromsø að sigur í seinni leiknum gegn Førde mundi tryggja annað sætið, það var því boðið upp á hreinan úrslitaleik um annað sætið og sæti í undanúrslitum.
Førde byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en um miðja hrinu komust Tromsø meira inní leikinn og náðu upp fínu forskoti sem að þeir létu ekki af hendi og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Tromsø byrjaði síðan betur í annari hrinunni og náðu smá forystu í byrjun en Førde voru aldrei langt undan og náðu að jafna um miðja hrinu, hrinan var síðan æsispennandi allt til enda en það voru Førde menn sem að unnu að lokum 28-26. Þriðja hrinan var svo jöfn til að byrja með en Førde samt aðeins á undan en það snerist síðan um miðja hrinu en þá tóku Tromsø menn yfir þeir kláruðu síðan hrinunna 25-22.
Førde byrjuðu síðan fjórðu hrinuna betur en Tromsø voru fljótir að jafna, það var síðan jafnt alveg til enda og þurfti upphækkun í annað sinn í þessum leik til að skera úr um sigurvegara í þetta skiptið voru það Tromsø menn sem að voru sterkari og unnu 27-25 og þarmeð leikinn 3-1.

Með þessum sigri tryggði Tromsø annað sætið og eins og áður segir fara þeir beint í undanúrslit en þau hefjast ekki fyrr en eftir páska og eru því Tromsø komnir í smá frí frá keppnisleikjum í bili.

Kristján og Theódór spiluðu báða leikina og skiluðu sínu, Kristján gerði 5 stig í báðum leikjunum en Theódór var með 6 stig í fyrri leiknum en var svo með 22 stig í seinni leiknum.