[sam_zone id=1]

Kjörísbikar kvenna – upphitun: HK – Stjarnan

Dagana 10.-11. mars fer fram úrslitahelgin í Kjörísbikarnum en allir leikirnir fara fram í Digranesi í ár.

Fyrsti leikur í undanúrslitum er viðureign HK og Stjörnunar í kvenna flokki en leikurinn fer fram kl 13:00 á laugardaginn. Við ætlum að fara aðeins yfir liðin tvö, leið þeirra í undanúrslit og þeirra helstu leikmenn.

Leið liðanna í undanúrslit:

HK

HK var fyrsta liðið sem var dregið uppúr pottinum þegar dregið var í undanúrslit. HK mætti Völsungi í 8 liða úrslitum en sá leikur fór fram í Fagralundi þann 18. febrúar. HK vann þann leik 3-0 (25-18, 25-16, 25-22). Stigahæst í liði HK í leiknum var hin unga og efnilega Matthildur Einarsdóttir með 22 stig.


Stjarnan

Stjarnan var næsta lið uppúr pottinum og mætir því HK annað árið í röð í undanúrslitum. Stjarnan mætti Þrótti Reykjavík í 8 liða úrslitum en sá leikur fór fram í Laugardalshöll þann 21. febrúar. Stjarnan vann þann leik 3-1 (26-24, 21-25, 25-23, 25-9). Stigahæst í liði Stjörnunar var Erla Rán Eiríksdóttir með 36 stig.

 

Hættulegustu vopnin:

 

HK – Matthildur Einarsdóttir

Matthildur átti góðan leik þegar HK sigraði Völsung 3-0 í 8 liða úrslitum en Matthildur skoraði 22 stig í leiknum. Matthildur hefur skorað 220 stig í 16 leikjum í Mizunodeildinni. Þó að Matthildur sé ekki stigahæsti leikmaður HK í vetur þá er hún engu að síður gífurlega mikilvægur leikmaður í liði HK. Matthildur er mikilvægur móttöku leikmaður í liði HK og þá getur hún orðið Stjörnunni erfið detti hún í gírinn uppi við net.


Stjarnan – Erla Rán Eiríksdóttir

Það þarf engar úrskýringar fyrir því afhverju við teljum Erlu Rán vera hættulegasta vopn Stjörnunar. Erla hefur skorað 290 stig í 17 leikjum með Stjörnunni í Mizunodeildinni og er því stigahæsti leikmaður deildarinnar. Þá skoraði Erla 36 stig í leiknum gegn Þrótti Reykjavík í 8 liða úrslitum Kjörísbikarsins. Sóknarleikur Stjörnunar veltur allur á því hvort Erla sé í stuði og eru fáir aðrir leikmenn sem halda sóknarleik liðsins uppi. Þá er Erla einnig gífurlega öflug í hávörn og gæti reynst HK erfið uppi við net.

 

Viðtöl við fyrirliða:

 

Hjördís Eiríksdóttir – HK

“Leikurinn fer bara vel í mig. Mér finnst bæði lið hafa verið á uppsiglingu undanfarið svo það getur allt gerst í þessum leik. Það verður ekkert gefins og ég tel að bæði lið munu leggja allt í sölurnar í þessari viðureign.”

Rósa Dögg Ægisdóttir – Stjarnan

“Leikurinn leggst mjög vel í mig. Liðin hafa verið ansi jöfn í síðustu viðureignum og hafa bæði lið verið að breytast og vaxa töluvert uppá síðkastið. Það er mjög gaman að mæta HK, þær eru með flotta leikmenn og skapast alltaf skemmtileg stemning inná vellinum og í stúkunni. Ég býst við hörkuleik og mikilli baráttu. En við erum tilbúnar!”

 

Viðureignir liðanna í vetur:

 

16.02.18  HK – Stjarnan, Fagrilundur 1-3 (25-20, 23-25, 15-25, 29-31)
06.02.18 Stjarnan – HK, Álftanes 2-3 (16-25, 25-23, 14-25, 25-23, 8-15)
01.11.17 HK – Stjarnan, Fagrilundur 0-3 (20-25, 15-25, 19-25)

 

Hérna má finna facebook viðburð fyrir úrslitahelgina: Úrslitahelgin í Kjörísbikarnum