[sam_zone id=1]

Íslendingaliðin töpuðu fyrri leikjunum í 8 liða úrslitum dönsku deildarinnar

Fortuna, lið Berglindar og Ikast lið Unnar og Gígju spilaði fyrri leiki sína í 8 liða úrslitum dönsku deildarinnar um helgina.

Fortuna mætti liði EVA í 8 liða úrslitum en EVA endaði í þriðja sæti í deildinni á meðan Fortuna endaði í 6 sæti. EVA því líklegri sigurvegari en þetta var á heimavelli Fortuna og því gat allt gerst.
Fortuna byrjaði leikinn af miklum krafti og ætlaði greinilega að leggja allt í sölurnar til að koma EVA á óvart og vinna þær. En eins og segir byrjaði Fortuna betur og leiddi framan af en leikurinn var samt í járnum mestan hluta hrinunnar en það voru Fortuna stelpur sem voru sterkari og unnu 25-23. Önnur hrinan var síðan mjög svipuð þeirri fyrstu en jafnt var á flestum tölum en aftur voru Fortuna sterkari og unnu 25-22 og því komnar í góða stöðu 2-0 yfir. EVA neitaði samt að gefast upp og með bakið upp að vegg börðust þær vel í þriðju hrinunni og ólíkt síðustu tveim hrinum voru það EVA sem að reyndust sterkari í lokinn og unnu 25-22. Þær tóku síðan einnig fjórðu hrinuna 25-20 og leikurinn því á leiðinni í oddahrinu.
Hrinan var jöfn og spennandi en EVA samt alltaf skrefinu á undan en þrátt fyrir góða baráttu hjá Fortuna þá voru EVA aðeins of sterkar og unnu 15-12 og fullkomnuðu þar með mjög flotta endurkomu.

Berglind byrjaði ekki í þetta skiptið en kom inná í flestum hrinunum en náði ekki að skora stig.

Í Ikast tóku heimakonur á móti Brøndby og var búist við frekar öruggum sigri Brøndby fyrirfram enda enduðu þær í efsta sætinu á meðan Ikast enduðu í neðsta sætinu með aðeins einn sigurleik í vetur.
Eins og við var að búast byrjaði Brøndby leikinn betur og unnu þær fyrstu tvær hrinurnar nokkuð örugglega 25-17 og 25-18. Ikast sýndi fína takta í þessum fyrstu tveimur hrinum en það var ekki nóg en í þriðju hrinunni gáfu þær í og sýndu enn betri takta og gerðu sér lítið fyrir og unnu hana 25-22. Ikast liðið því komið með blóð á tennurnar og staðráðnar í að taka fleiri hrinur, þær börðust vel og héldu í við Brøndby í fjórðu hrinunni en á endanum voru Brøndby aðeins of sterkar fyrir þær og unnu 25-18. Ágætis leikur hjá Ikast þrátt fyrir tap enda að keppa við eitt besta lið norðurlandanna.

Unnur og Gígja voru báðar í byrjunaliðinu hjá Ikast og stóðu sig vel, Unnur skoraði 4 stig á meðan Gígja gerði 5 stig.

Mynd: Hamistolen photography