[sam_zone id=1]

Heiðursmerki veitt á Ársþingi BLÍ

Í gær fór fram Ársþing BLÍ og voru þar veitt heiðursmerki til einstaklinga innan hreyfingarinnar.

Ásta Sigrún Gylfadóttir, Sævar Már Guðmundsson og Jón Ólafur Valdimarsson fengu öll afhent silfurmerki ÍSÍ fyrir þeirra störf innan hreyfingarinnar. Þá fékk Stefán Jóhannesson afhent gullmerki ÍSÍ fyrir sín störf innan hreyfingarinnar.

Mundína Ásdís Kristinsdóttir, Ólafur Jóhann Júlíusson, Árni Jón Eggertsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson fengu öll afhent silfurmerki BLÍ fyrir þeirra störf innan hreyfingarinnar.

 

Þá fengu Fríða Sigurðardóttir og Emil Gunnarsson afhent gullmerki BLÍ fyrir þeirra störf innan íþróttarinnar. Fríða hefur spilað 113 landsleiki og Emil 106 en bæði eru þau leikjahæstu leikmann Íslands.