[sam_zone id=1]

Örebro með tvo útisigra í vikunni

Örebro lék í vikunni tvo útileiki í sænsku úrvalsdeildinni í blaki. Fyrri leikur liðsins var gegn liði Falköping sem er í neðri hluta deildarinnar.

Örebro voru sterkari aðilinn í leiknum og unnu þær leikinn nokkuð örugglega 3-0. Helsti munurinn á liðunum var sóknarleikurinn en Örebro var með 47% sóknarnýtingu á móti 26% hjá heimaliðinu. Þetta þýddi það að þrátt fyrir góða barráttu náðu þær aldrei virkilega að stríða liði Örebro. Fyrstu tvær hrinur leiksins enduðu 20-25 á meðan þriðja hrinan fór 21-25 fyrir Örebro.

Jóna Guðlaug lék allan leikinn og skoraði hún 12 stig í þessum leik.

Seinni leikur liðsins var síðan gegn Linköping en lið Linköping situr í sjötta sæti deildarinnar. Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur og unnu þær fyrstu hrinuna 25-23. Barráttan hélt áfram í annari hrinu og var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt það voru þó Örebro sem höfðu að lokun betur í þessari hrinu með 21-25 sigri.

Þetta virtist hafa kveikt í leikmönnum Örebro því þær hreinlega völtuðu yfir lið Linköping í þriðju hrinunni og unnu þær hana 13-25.
Linköping mættu síðan aftur í fjórðu hrinuna sem var hnífjöfn allan tímann að lokum voru það þó Örebro sem voru sterkari á lokasprettinum og höfðu sigur 22-25. Þær unnu þar með leikinn 3-1.

Jóna Guðlaug lék einungis fyrstu hrinuna í þessum leik og skoraði hún eitt sóknarstig í þeirri hrinu.

Örebro er eftir þessa leiki enn í þriðja sæti deildarinnar með 65 stig, fimm stigum frá toppliði Hylte/Halmstad og einungis þrem stigum frá Engelholm í öðru sætinu.

Nánari tölfræði má sjá hér.