[sam_zone id=1]

Deildarkeppni í Mizunodeild kvenna lokið

Um helgina lauk deildarkeppni í Mizunodeild kvenna en Þróttur Neskaupstað hafði fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

Það voru 7 lið skráð í Mizunodeild kvenna þetta árið sem er sami fjöldi og árið áður. Það var lið Þróttar Neskaupstað sem hafði mikla yfirburði í vetur og tapaði liðið aðeins 1 leik á tímabilinu. Þróttur Nes fékk 50 stig af 54 mögulegum.

Við hjá Blakfréttum fengum þjálfara liðanna í Mizunodeildinni til að spá til um úrslit Mizunodeildarinnar fyrir tímabilið og settu flestir þjálfarar í deildinni Aftureldingu sem deildarmeistara. Afturelding fékk 35 stig af 36 mögulegum í spánni. Þá var Þrótti Nes spáð öðru sæti.

Flestir þjálfarar voru hinsvegar vissir um að Völsungur myndi enda í neðsta sæti en þær sýndu heldur betur styrk sinn og komu í veg fyrir þá niðurstöðu.

Lokastaðan í Mizunodeild kvenna:

Stigahæstu leikmenn:

 

Það voru erlendir leikmenn sem hófu leik í þremur efstu liðum Mizunodeildar kvenna, það voru hinsvegar íslenskir leikmenn sem stálu sviðsljósinu þegar kemur að stigahæstu leikmönnum deildarinnar.

Besti uppgjafarinn: Jóna Björk Gunnarsdóttir – Völsungur

Völsungur á tvo af fimm stigahæstu leikmönnum deildarinnar í uppgjöf en þrír íslendingar eru á meðal fimm efstu.

 1. Jóna Björk Gunnarsdóttir, Völsungur – 63 stig.
 2. Ana Maria Vidal Bouza, Þróttur Nes – 52 stig.
 3. Sladjana Smiljanic, Völsungur – 51 stig.
 4. Mikayla Marie Derochie, Afturelding – 49 stig.
 5. Matthildur Einarsdóttir, HK – 41 stig.

Besti blokkarinn: Fjóla Rut Svavarsdóttir – Afturelding

Fjóla Rut Svavarsdóttir endar sem stigahæsti leikmaður deildarinnar í hávörn, Fjóla hefur lengi verið einn af bestu hávarnar leikmönnum landsins. Hanna María Friðriksdóttir endar svo í öðru sæti þrátt fyrir að hafa leikið stærstan hluta eftir áramót í Noregi.

 1. Fjóla Rut Svavarsdóttir, Afturelding – 47 stig.
 2. Hanna María Friðriksdóttir, HK – 35 stig.
 3. Erla Rán Eiríksdóttir, Stjarnan – 35 stig.
 4. Ana Maria Vidal Bouza, Þróttur Nes – 32 stig.
 5. Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir, Stjarnan – 29 stig.

Stigahæsti leikmaðurinn: Erla Rán Eiríksdóttir, Stjarnan

Íslendingar leiða keppni um stigahæsta leikmann deildarinnar en þrír af fimm efstu eru íslendingar. Erla Rán endaði með 320 stig en Erla var lykilmaður í liði Stjörnunar. Fróðlegt að sjá að deildarmeistarar Þróttar Nes eiga engan á meðal fimm efstu.

 1. Erla Rán Eiríksdóttir, Stjarnan – 320 stig.
 2. Sladjana Smiljanic, Völsungur – 273 stig.
 3. Hjördís Eiríksdóttir, HK – 269 stig.
 4. Haley Rena Hampton, Afturelding – 251 stig.
 5. Eldey Hrafnsdóttir, Þróttur R – 233 stig.

Sjá einnig: Þjálfarar spá í spilin

 

Uppfært 05.03.18