[sam_zone id=1]

Riðlakeppni Meistaradeildar karla lýkur í kvöld

Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar karla fer fram í kvöld. Margir leikjanna verða sýndir á laola1.tv.

 

Riðlakeppnin hefur verið í gangi frá því fyrir áramót og henni lýkur í kvöld með heilli umferð af leikjum. Enn eru nokkur opin pláss í útsláttarkeppninni og því mikið undir í kvöld. Flestir leikjanna í kvöld eru sýndir á heimasíðu Laola1. Stöðu liðanna í riðlum sínum og yfirlit yfir keppnina má hins vegar nálgast á heimasíðu CEV.