[sam_zone id=1]

Tvö töp hjá íslendingaliðunum í danmörku

Fortuna, lið Berglindar, og Ikast, lið Gígju og Unnar spiluðu um helgina sitthvorn leikin en því miður var það tap hjá báðum liðum í þetta skiptið.

Fortuna spilaði gegn Køge í gær en fyrir leikinn var búist við miklum spennuleik enda tvö jöfn lið að mætast og sú varð svo sannarlega raunin.
Fyrsta hrinan var jöfn allan tíman og sktiptust liðin á að hafa forystuna, Køge voru síðan komnar í góða stöðu 23-20 en þá gaf Fortuna aftur í og jafnaði leikin það þurfti síðan upphækkun til að skera úr um sigurvegara en það voru Køge sem að reyndust sterkari og unnu 30-28.
Fortuna byrjuðu aðra hrinuna hinsvegar mun betur og komust fljótt í forystu, Køge reyndu hvað þær gátu til að jafna en þær komust aldrei nær en 2-3 stig og Fortuna unnu hrinuna 25-21.
Þriðja hrinan var svo keimlík þeirri annari en Fortuna komust aftur yfir snemma og héldu forystunni út hrinuna en þær unnu hrinuna 25-22.
Køge neituðu hinsvegar að gefast upp og unnu fjórðu hrinunna örugglega 25-16 og tryggðu sér þarmeð oddahrinu.
Í oddahrinunni voru það svo Køge sem voru með yfirhöndina og þrátt fyrir ágætis tilraunir Fortuna þá dugði það ekki til og Køge unnu 15-10.
Berglind spilaði allan leikin og skoraði 6 stig.

Ikast mætti síðan liði Brøndby um helgina og var búist við erfiðum leik fyrir Ikast enda Brøndby með eitt besta lið norðurlandana.
Ikast átti aldrei mikin möguleika í þessum leik og var það aðeins í annari hrinunni sem að þær sýndu smá mótspyrnu en leikurinn endaði 3-0 (25-12, 25-21, 25-8)

Því miður vantar tölfræði úr þessum leik.