[sam_zone id=1]

Tromsø með góðan sigur

Tromsø lið Kristjáns og Theódórs spilaði í gær gegn Stod í norsku deildinni og unnu þar góðan 3-1 sigur.
Tromsø liðið hafði tapað fyrri leiknum 3-2 og áttu því harma að hefna.

Leikurinn var jafn til að byrja með en þegar að leið á hrinuna tóku Stod yfir og leiddu mest alla hrinuna, Tromsø liðið var ekki að spila vel á þessum tímapunkti og Stod nýtti öll mistök Tromsø vel. Það var síðan ekki fyrr en í stöðunni 23-19 fyrir Stod að Tromsø náði smá áhlaupi og með góðum uppgjöfum frá Kristoffer þá skoraði Tromsø síðustu 6 stig hrinnunar og unnu hana 25-23.
Önnur hrinan var svo svipuð og sú fyrsta, Tromsø voru enn í bullandi vandræðum á meðan Stod spilaði vel það fór síðan svo að Stod kláraði þessa hrinu frekar örugglega 25-19.

Tromsø liðið mætti hinsvegar mun ákveðnar til leiks í þriðju hrinunni og leiddu hana nánast allan tímann það endaði síðan þannig að Tromsø vann hrinuna 25-19. Fjórða hrinan var svo nánast eins og sú þriðja Tromsø staðráðnir í að taka öll þrjú stigin og sýndu enga miskunn og kláruðu hrinuna 25-19 og þarmeð leikinn 3-1.

Kristján og Theódór voru að vanda í byrjunarliðinu hjá Tromsø, Kristján gerði 4 stig og Theódór bætti við 10.