[sam_zone id=1]

Fimm lið veðurteppt fram til morguns

Eins og fjallað var um í gær þá fóru alls fram 9 leikir um helgina viðsvegar um landið þrátt fyrir að slæmt veður væri á landinu.

Í dag hefur öllu innanlandsflugi verið aflýst og þá eru flest allir vegir lokaðir.

Fimm lið eru veðurteppt vegna veðursins sem gengur yfir landið. Úrvalsdeildarlið HK karla, 2. flokks lið HK karla og 2. flokks lið Aftureldingar kvenna eru veðurteppt fyrir austan.  Bæði úrvalsdeildarlið Stjörnunnar, karla og kvenna, eru einnig veðurteppt fyrir norðan.

Það var vitað fyrir helgi að það yrði slæmt ferðaveður um helgina og var búið að ráðleggja fólki að leggja ekki af stað í ferðalög. Það er því óskiljanlegt að leikjum helgarinnar hafi ekki verið frestað.

Sjá einnig: Handahófskenndar frestanir leikja!