[sam_zone id=1]

HK hafði betur gegn Þrótti í baráttuleik

Í kvöld mættust HK og Þróttur Reykjavík í Mizunodeild kvenna en leikurinn fór fram í Fagralundi.

Eftir góða byrjun Þróttar í fyrstu hrinu þá sýndi HK fljótlega styrk sinn og sást fljótlega munur á liðunum. Um leið og HK fór hinsvegar að slaka á og gefa eftir þá nýttu Þróttur tækifærið og minnkuðu muninn. María Gunnarsdóttir var í uppgjöf fyrir Þrótt og réðu HK illa við sóknarleik Þróttar. HK kom hinsvegar til baka undir lokinn og vann hrinuna 25-18

Þróttur fékk fyrstu stig annarrar hrinu en HK voru fljótar að jafna. Líkt og í fyrstu hrinu þá sást styrkur HK fljótt en að sama skapi voru Þróttur að gera full mikið af mistökum. Sterkar uppgjafir HK komu Þrótti í vandræði og þá sérstaklega uppgjafir frá Líney Guðmundsdóttur en hún skoraði alls 7 stig beint úr uppgjöf í leiknum. HK gaf fá færi á sér í hrinunni og fór með sigur 25-14.

Enn og aftur voru það Þróttur sem byrjuðu betur en Þróttur leiddi lengst af í þriðju hrinu. HK náði þó að jafna undir lokinn og úr varð jöfn lokabarátta. Emil Gunnarsson þjálfari HK notaði bæði leikhlé liðsins undir lokinn og reyndi að hægja á leik Þróttar sem gekk ekki en Þróttur hafði betur 25-23 eftir mikla baráttur.

Þróttur fór vel af stað í fjórðu hrinu, HK tók leikhlé í stöðunni 2-7 en Þróttur komst 4-0 yfir. Þá var komið að Líney Guðmundsdóttur sem var mætt í uppgjöf en hún kom HK aftur inní hrinuna og tók Ingólfur Hilmar Guðjónsson þjálfari Þróttar leikhlé í stöðunni 9-7. HK náði að jafna leikinn og úr varð meist spennandi hrina leiksins. Eftir að liðin höfðu skipst á stigum undir lokinn þá hafði HK betur 25-23 og tryggði sér því sigur í leiknum 3-1.

Stigahæst í leiknum var Hjördís Eiríksdóttir leikmaður HK með 26 stig. Stigahæst í liði Þróttar var Eldey Hrafnsdóttir með 16 stig.