[sam_zone id=1]

Rósborg raðar inn verðlaunum í Bandaríkjunum

Rósborg Halldórsdóttir fyrrum leikmaður Aftureldingar og núverandi leikmaður Sheridan College í Bandaríkjunum vann í gær sín önnur verðlaun á stuttum tíma í Bandaríkjunum.

Aðeins eru um tvær vikur síðan Rósborg vann Northern Wyoming Community College District Excellence Award Winner. Þau verðlaun eru veitt einum nemanda á hverju ári sem hefur sýnt fyrirmyndar árangur í að styðja markmið og sýn umdæmisins. Í gær vann Rósborg hins vegar sín önnur verðlaun þegar hún vann The Keys to the Stone Award. Þau verðlaun eru veitt sex nemendum sem eru með afburðarárangur í skóla og stuðla að betra samfélagi.

Við heyrðum í Rósborgu og spurðum hana hvað væri næst hjá henni

“Ég útskrifast úr þessum skóla í vor með það sem er kallað Associates Degree í tónlist og efnafræði. Í haust flyt ég mig yfir í University of Wyoming þar sem ég ætla að halda áfram að læra trompetleik og tónfræði. Annars er það bara að njóta allra tækifæranna sem eru í boði.”

Rósborg er gott fordæmi fyrir íþróttafólk en hún spilar blak með háskólaliðinu, spilar í skólahljómsveitinni og er í heiðurssamfélagi í skólanum fyrir góða námsframvindu. Blakfréttir.is óskar Rósborgu til hamingju þennan frábæra árangur.