[sam_zone id=1]

Landsliðsþjálfari karla tekinn í stutt spjall

Christophe Achten landsliðsþjálfari karla kom á dögunum til landsins til að heimsækja nokkur lið og til að skipuleggja framhaldið hjá liðinu.

Við heyrðum aðeins í honum og spurðum hann nokkurra spurningar.

Jæja Christophe, nú ert þú að heimsækja Íslands í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari karla, þú heimsóttir nokkrar æfingar hjá liðum í efstu deild, hvernig líst þér á liðin ?

Ég heimsótti tvö lið og náði aðeins að stoppa af einhverju viti hjá HK þar sem ég hitti Massimo sem verður aðstoðarþjálfarinn minn. Ég sá að strákarnir hafa mikinn mettnað til að leggja sig fram og bæta sig. Aðstaðan hjá liðunum er góð, þó að íþróttahúsin séu frekar lítil.

Var einhvað sem kom þér á óvart varðandi félögin sem þú heimsóttir ?

Það kom mér á óvart hversu mikið er af eldri hópum eru að æfa og skemmta sér. Það er mikilvægt því við þurfum á þessu fólki að halda til að koma og horfa á leikina og sýna íþróttinni áhuga.

Hvert er þitt mat á gæðum íslensku strákanna ef þú berð þá saman við þá leikmenn sem þú þjálfar í Finnlandi ?

Gæðin eru ekki þau sömu, ég vinn með leikmönnum sem eru allir atvinnumenn og einbeita sér bara að blakinu. Leikmenn sem æfa 20 klukkutíma á viku. Þannig að það er stór munur á gæðum hvað það varðar. Það er hinsvegar áhugaverð áskorun að komast nær þeim standard með íslensku strákana.

Hvenar sérð þú fram á að koma næst til landsins ?

Við skipulögðum aðeins næstu skref og það fer svoldið eftir úrslitakeppninni hjá mér í Finnlandi hvenar ég næ að koma aftur í heimsókn. Vonandi næ ég að koma og sjá einhvað af leikjum í úrslitakeppninni hjá ykkur.

Hvenar er gert ráð fyrir því að liðið byrji að æfa og er búið að skipuleggja einhverja leiki ?

Liðið mun koma saman um miðjan mai og æfa í tvær vikur án leikja. Við munum hinsvegar ræða fljótlega við strákana og fara vel yfir prógramið.