[sam_zone id=1]

Verða KA deildarmeistarar um helgina ?

KA gæti með hagstæðum úrslitum tryggt sér deildarmeistaratitil í Mizunodeild karla um helgina.

Um helgina geta KA menn tryggt sér deildarmeistaratitilinn 2018 en síðast varð KA deildarmeistari árið 2011.

KA er sem stendur í efsta sæti Mizunodeildar karla með 29 stig eftir 12 leiki. HK er svo í öðru sæti með 27 stig eftir jafn marga leiki.

KA mætir Stjörnunni um helgina á meðan HK heimsækir Þrótt Nes austur í Neskaupstað. Fari svo að KA endi helgina með að lágmarki 5 stig á meðan HK fái aðeins 1 stig þá verða KA deildarmeistarar. Fari svo að KA fái 6 stig um helgina þá þurfa HK að fá að lágmarki 2 stig. Ef ekki þá verða KA meistarar. Það þarf því margt að ganga upp hjá KA ætli þeir sér að verða meistarar um helgina en aðalatriðið er að þeir endi helgina með 5 stigum meira en HK úr leikjunum tveimur.

HK á hinsvegar enn góða möguleika á því að verða deildarmeistarar í sjötta skipti líkt og KA en nái HK að tryggja sér að lágmarki 2 stig úr leikjum helgarinnar þá geta þeir tryggt sér deildarmeistaratitilinn þegar þeir heimsækja KA norður á Akureyri helgina 17.-18. febrúar.