[sam_zone id=1]

Elísabet spilaði allan leikinn gegn Sm’Aesch Pfeffingen

Elísabet Einarsdóttir lék í gær allan leikinn með liði sínu í Sviss, Volley Lugano. Lugano mætti sterku liði Sm’Aesch Pfeffingen.

 

Elísabet hefur verið mikið frá á tímabilinu en hún glímdi við erfið hnémeiðsli fyrstu mánuðina. Hún hefur verið að jafna sig hægt og rólega á þeim meiðslum og nú á nýju ári hefur hún getað beitt sér mun meira á æfingum og fengið að koma aðeins við sögu í leikjum liðsins. Óheppnin elti hana þó og veikindi gerðu henni erfitt fyrir nú í kringum mánaðamótin. Nú er hins vegar komið að því að hún fái tækifæri með liðinu og í gær lék hún allan tímann í tapi gegn Sm’Aesch sem eru í öðru sæti deildarinnar. Elísabet lék sem díó og var næststigahæst í leiknum. Leiknum lauk 3-0, Sm’Aesch í vil (25-17, 25-22, 25-17).

Næsti leikur Lugano verður næsta laugardag, þann 10. febrúar, en þá fer fram heil umferð í deildinni. Liðið mætir þá ZESAR sem eru í 9. sæti deildarinnar með 15 stig. Lugano situr í 6. sætinu með 25 stig.