[sam_zone id=1]

Dregið í Kjörísbikarnum í hádeginu

Í dag kl 12.15 verður dregið í Kjörísbikar kvenna. Dregið verður í 3 leiki sem spilaðir verða í lok janúar.

Ekki verður dregið í Kjörísbikar karla þar sem ekki þarf að spila 3. umferð. Þar eru tveir leikir á dagskrá núna í janúar, í kvöld mætast Hrunamenn og UMFL á Flúðum og mánudaginn 22. janúar mætast HK M og Hamar í Hveragerði. Sigurvegarar úr þeim leikjum komast í 8 liða úrslitin ásamt Aftureldingu, HK, KA, Þrótti Nes, Stjörnunni og Völsung/Eflingu.

Í kvennaflokki þarf að spila 3. umferðina og verður dregið í þrjá leiki í hádeginu á morgun. Enn á eftir að klára einn leik úr 2. umferð milli Keflavíkur og Hamars og verða lið á einum miða í pottinum. Önnur lið í pottinum eru úrvalsdeildarlið Þróttar R og Völsungs, KA-Krákur, Haukar og Afturelding B. Liðin sem sitja hjá í 3. umferðinni eru öll í úrvalsdeild, Afturelding, HK, Þróttur N, Stjarnan og KA.

Bikardrátturinn fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Blaksambands Íslands

Frétt fengin af heimasíðu BLÍ