[sam_zone id=1]

Búið að draga í Kjörísbikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í 3. umferð Kjörísbikars kvenna. Úrvalsdeildarliðin koma inn í þessa umferð en fimm lið sitja hjá til þess að ná fjölda liða niður í átta.

Þrír leikir fara fram í umferðinni en þau úrvalsdeildarlið sem sitja hjá eru Afturelding, Þróttur N, HK, Stjarnan og KA.

Haukar komur fyrst úr pottinum en úrvalsdeildarlið Þróttar R heimsækir liðið í Hafnarfjörðinn. Afturelding B fær Völsung í heimsókn en Afturelding B sló einmitt B lið Völsungs út fyrir norðan á dögunum. Þriðja viðureignin er svo KA-Krákur gegn annað hvort Keflavík eða Hamar. Ljóst er að sá leikur verður á Akureyri.

Leikjunum þarf að vera lokið fyrir 1. febrúar næstkomandi en föstudaginn 2. febrúar verður dregið í 8 liða úrslit keppninnar.

Frétt fengin á heimasíðu BLÍ