[sam_zone id=1]

Stelpurnar æfa í keppnishöllinni í Cherkasy

U19 ára lið kvenna tekur þátt í undankeppni EM U19 ára liða en riðill Íslands fer fram í Cherkasy í Úkraínu.

Liðið mætti á Apelsin hótelið seint í gærkvöldi eftir rúmlega 18 klukkutíma ferðalag frá Íslandi með millilendingu í Frankfurt. Liðið æfir nú í keppnishöllinni í Cherkasy en fyrsti leikur liðsins er í kvöld kl 17:00 á íslenskum tíma gegn Kýpur.