[sam_zone id=1]

Vladimir Grbic væntanlegur til landsins

Í mars mun Vladimir Grbic heimsækja Ísland og taka þátt í blakbúðum á Húsavík. Vladimir hefur spilað blak á hæsta mögulega stigi og á meðal annars ólympíugull frá árinu 2000.

 

Helgina 23.-25. mars 2018 mun Vladimir Vanja Grbic vera með blakbúðir á Húsavík. Grbic var fyrirliði gullverðlaunahafa Serba á Ólympíuleikunum i Sydney árið 2000 auk þess að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumótum í blaki.
Grbic var tekinn inn í Hall of Fame í blaki árið 2011.
Grbic mun vera með fræðilegan fyrirlestur sem og verklega þjálfun þar sem lögð verður áhersla á tæknileg atriði, þjálfunaraðferðir og andlegu hliðina og hvernig þessir þættir móta og hvetja unga iðkendur til afreka. 

Texti er fenginn af Facebook-síðu blakbúðanna, “Frá Grunni í Gull“.