[sam_zone id=1]

U19 ára lið stúlkna mætt til Úkraínu

U19 ára lið stúlkna tekur á næstu dögum þátt í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Cherkasy í Úkraínu.

Ísland spilar í riðli með Úkraínu, Svíþjóð og Kýpur. Riðillinn er annar tveggja riðla í 1. umferð EM og fer sigurvegari riðilsins áfram í 2. umferð keppninnar sem verður í lok apríl.

Liðið lagði af stað kl 4:30 í morgun frá höfuðstöðvum ÍSÍ en hópurinn var mættur á Apelsin hótelið í Cherkasy rétt fyrir 22 að staðartíma og því rúmlega 18 klukkutíma ferðalag.

Stelpurnar hefja morgundaginn á æfingu og svo er fyrsti leikur liðsins annaðkvöld gegn Kýpur.

Hópurinn á mótinu er eftirfarandi:

Anna Karen Marinósdóttir – Þróttur Nes
Auður Líf Benediktsdóttir – Vestri
Birta Rós Þrastardóttir – HK
Eldey Hrafnsdóttir – Þróttur R
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir – Þróttur Nes
Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir – Þróttur Nes
María Bóel Guðmundsdóttir – Þróttur Nes
Matthildur Einarsdóttir – HK
Steinunn Guðbrandsdóttir – Afturelding
Tinna Rut Þórarinsdóttir – Þróttur Nes
Tinna Sif Arnarsdóttir – Þróttur R
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir – Þróttur Nes

Þjálfari: Emil Gunnarsson
Aðst. Þjálfari: Lorenzo Ciancio
Leikgreinandi: Ólafur Jóhann Júlíusson
Sjúkraþjálfari: Fríða Pálsdóttir
Farastjóri: Ósk Jórunn Árnadóttir

Blakfréttir.is verða á svæðinu og verða með umfjöllun um mótið.