[sam_zone id=1]

Hristiyan og Unterhaching sigruðu Hammelburg í Þýskalandi

Hristiyan Dimitrov og liðsfélagar hans í TSV Unterhaching tóku á móti TV/DJK Hammelburg í þýsku annarri deildinni í gær.

Fyrsta hrinan var eign Unterhaching allan tímann og leiddu þeir hana alveg frá upphafi. Henni lauk með 25-18 sigri Unterhaching.

Önnur hrinan hófst ekki vel fyrir Unterhaching þar sem Hammelburg sýndu styrk sinn. Hammelburg leiddu með 3-5 stigum mestan hluta hrinunnar en í stöðunni 16-19 skoruðu Unterhaching 6 stig í röð og unnu hrinuna að lokum 25-22.

Þriðja hrinan var jafnari en sú önnur en Hammelburg seig fram úr undir lokin og unnu hrinuna 25-21.

Unterhaching leiddu fjórðu hrinuna allan tímann með 2-3 stigum og unnu þeir hana 25-22 og leikinn þar með 3-1.

Eftir leikinn situr Unterhaching í 9. sæti deildarinnar með 21 stig en eru þó einungis tveimur stigum á eftir Freiburg, sem sitja í 5. sæti.

Hristiyan tók saman í myndband nokkra af hápunktum sínum úr leiknum í gær og má finna þá hér að neðan fyrir áhugasama.