[sam_zone id=1]

U17 hefur lokið leik í undankeppni EM

U17 ára lið kvenna lauk í dag keppni í undankeppni EM U17 ára liða en liðið lék í C riðli sem fór fram í Tékklandi.

Liðið lék lokaleik sinn í dag gegn sterku liði Spánar og var fyrirfram búist við erfiðum leik. Stelpurnar stóðu sig hinsvegar með prýði og þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast 3-0 (25-10, 25-11, 25-9) þá áttu stelpurnar hörku skorpur inn á milli.

Stelpurnar ljúka því leik í 4.sæti riðilsins en koma heim með mikla og góða reynslu úr ferðinni, allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig gegn gífurlega sterkum andstæðingum á mótinu og fer sú reynsla beint í reynslubankann.