[sam_zone id=1]

Jóna Guðlaug mætt aftur og Örebro áfram á sigurbraut

Jóna Guðlaug var aftur mætt í byrjunarlið Örebro þegar liðið tók á móti Svedala á heimavelli í fyrsta leik liðsins eftir jólafrí. Jóna hafði verið að glíma við meiðsli og lék ekki með liðinu í síðustu leikjum fyrir jól en er nú mætt aftur á völlinn.

Örebro byrjaði leikinn mjög vel og var eins og gestirnir væru ekki alveg búnir að ná sér eftir jólafrí. Örebro náði fljótt góðri forystu og þær leiddu m.a. 8-2 í fyrsta tæknihléi. Svedala náði þó að komast aðeins betur inn í leikinn og minnkaði munnin niður í tvo stig á tímabili. Örebro tók þá aftur við sér og komst í 24-11, Svedala náði aðeins að laga stöðuna í lokinn en Örebro vann öruggan sigur 25-16.

Það var síðan aldrei spurning hvernig önnur hrinan myndi fara en Örebro byrjaði aftur af krafti og skoraði sjö fyrstu stig hrinunnar. Í Þetta skipti hleyptu þær Svedala aldrei inn í hrinuna heldur héldu áfram að auka forskot sitt. Það fór því að lokum að Örebro vann stórsigur í hrinunni 25-11.

Í þriðju hrinunni ákvað þjálfari Örebro að hvíla Jónu og gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Þriðja hrinan var jafnasta hrinan í leiknum og voru Svedala að spila mun betur í þessari hrinu en fyrri tveimur. Örebro var þó ávallt með yfirhöndina í leiknum og það fór þannig að lokum að þrátt fyrir góða barráttu Svedala í þriðju hrinunni þá hafði Örebro einnig betur og vann þessa hrinu 25-22 og þar með leikinn 3-0.

Eins og áður hefur komið fram var Jóna Guðlaug mætt aftur í byrjunarlið Örebro og lék tvær hrinur í þessum leik, í þessum tveimur hrinum náði hún að skora 8 stig sem komu öll úr sókn. Stigahæst í leiknum var eins og oft áður liðsfélagi Jónu, Kristen Besselsen en hún skoraði 17 stig í þessum leik.

Nánari tölfræði úr leiknum má sjá hér.