[sam_zone id=1]

Íslenskir sigrar í svissneska bikarnum

Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru báðar í sigurliði þegar lið þeirra léku í 16 liða úrslitum Svissnesku bikarkeppninnar í dag.

Elísabet byrjaði allar hrinur þegar lið henar Volley Lugano sigraði VB Therwil 3-1 (25-19, 24-26, 25-19, 25-22). Elísabet hefur lítið fengið að spila í deildarkeppninni eftir að hún kom til baka úr meiðslum og var leikurinn í dag því kærkominn, Elísabet stóð sig vel í leiknum.

Thelma Dögg spilaði allan leikinn þegar lið hennar VBC Galina mætti Cheseaux. Galina sigraði leikinn 3-2 (18-25, 22-25, 25-20, 25-18, 15-11) en Thelma leikur að venju stórt hlutverk í liði Galina.

Bæði lið eru því komin áfram í 8 liða úrslit.