[sam_zone id=1]

Öruggur sigur hjá Tékkum

Ísland og Tékkland mættust í gær í undankeppni EM U17 ára liða stúlkna.

Tékkar höfðu mikla yfirburði í leiknum og gáfu aldrei færi á sér en leiknum lauk með 3-0 sigri Tékklands og fóru hrinurnar 25-11, 25-11, 25-7.

Allir leikmenn Ísland fengu að spreyta sig í leiknum en stigahæst í Íslenska liðinu var Líney Inga Guðmundsdóttir leikmaður HK með 3 stig.

Næsti leikur Íslands er kl 14:00 í dag þegar stelpurnar mæta Slóveníu.