[sam_zone id=1]

Stelpurnar okkar mættar á EM U17

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri mættu í dag til Tékklands þar sem þær munu spila á Evrópumóti U17 landsliða. Stelpurnar okkar spila í C-riðli og mæta þær Spáni, Slóveníu, og heimastúlkum frá Tékklandi.

Leikir Íslenska liðsins

Föstudagur       Tékkland – Ísland     18:00

Laugardagur     Slóvenía – Ísland     14:00

Sunnudagur      Ísland – Spánn     14:00

Tímasetningarnar á leikjunum eru á íslenskum tíma og munum við setja inn vefslóðir á beinar útsendingar frá leikjunum ef þær verða í boði.