[sam_zone id=1]

Innlendur blakannáll 2017

Nú er árið 2017 liðið og nýtt ár runnið í garð og þá er ekki úr vegi að kíkja hvernig síðasliðið ár í blakinu hér heima fór fram.
Við byrjum á því að skoða það sem gerðist hér heima, árið hér heima var stórt og eins og síðasta ár var árið 2017 stærsta ár í sögu landsliðanna okkar ásamt því að íslands- og bikarmeistarar voru að vanda krýndir.

Við hefjum annálin á því að líta á hvernig deildin heimafyrir spilaðist.

Hjá körlunum voru það Stjarnan sem höfðu mikla yfirburði í deildarkeppninni og töpuðu þeir einungis tveimur leikjum og luku leik með 51 stig og urðu þar með deildarmeistarar það árið.

HK og Þróttur Nes. voru síðan í öðru og þriðja sæti og tryggðu sig nokkuð örugglega inn í úrslitakeppnina. Það var síðan hörkubarátta um síðasta sætið inn í úrslitakeppninna á milli KA og Aftureldingar, það fór þó þannig að lokum að KA menn náðu í 24 stig á meðan Afturelding var með 20 stig og KA var því síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.
Veturinn var síðan erfiður fyrir Þrótt/Fylki og unnu þeir einungis tvo leiki og enduðu langneðstir í deildinni.

Það var því Stjarnan sem mætti KA í undanúrslitum á meðan HK mætti Þrótti Nes.

Stjarnan-KA 2-1
HK-Þróttur Nes 2-0

Það voru því Stjarnan og HK sem mættust í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn. Þar spiluðu liðin þrjá hörkuleiki en í öllum þremur leikjunum var það HK sem var sterkari aðilinn. HK vann rimmu þessara liða 3-0 og tryggði sér þar með íslandsmeistaratitillinn árið 2017.

Mynd frá HK meistaraflokkur karla, blak.

Hjá konunum voru það HK og Afturelding sem báru höfuð og herðar yfir önnur lið þetta árið. HK var skrefinu á undan Aftureldingu í deildarkeppninni en þar vann HK alla sína leiki og endaði þremur stigum á undan Aftureldingu sem endaði í öðru sæti deildarkeppninar.
Þróttur Nes var síðan í þriðja sæti, á meðan Stjarnan háði harða barráttu við KA um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Að lokum var það Stjarnan sem tók þetta síðasta sæti og var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.

KA ásamt Þrótti R. og Völsungi komust ekki inn í útsláttarkepnnina og enduðu í fimmta, sjötta og sjöunda sæti deildarinnar.

Í undanúrslitum um íslandsmeistaratitillin mættust því HK-Stjarnan og Afturelding mætti Þrótti Nes.

HK-Stjarnan 2-0
Afturelding-Þróttur Nes. 2-0

Það voru svo HK og Afturelding sem mættust í úrslitarimmu um íslandsmeistaratitilinn og var þetta alvöru rimma sem endaði í oddaleik í Fagralundi. Í oddaleiknum voru það HK stúlkur sem höfðu betur og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn árið 2017.

Bikarkeppnin árið 2017 var mjög skemmtileg og aldrei hafa fleiri lið tekið þátt í keppninni þetta árið. Við hefjum yfirferð okkar í 8-liða úrslitum þar sem úrvalsdeildarliðin komu inn á keppnina hjá körlunum.

8-liða úrslit:

Vestri-Þróttur/Fylkir 3-0
Þróttur Nes-Stjarnan 2-3
KA-HK 1-3
Hamar-Afturelding 0-3

Þessi úrslit þýddu að Vestri úr fystu deildinni voru komnir í höllina eftir að hafa slegið út efstu deildar lið Þróttar/Fylkis. Einnig slógu HK út ríkjandi bikarmeistara í KA.

Undanúrslit:

Stjarnan-HK 3-0
Afturelding-Vestri 3-0

Ævintýri Vestra endaði hér en ævintýri Aftureldingar hélt áfram og var þetta í fyrsta sinn sem karlalið félagsins leikur í bikarúrslitum.

Úrslit:

Stjarnan-Afturelding 2-3

Afturelding endaði á því að vinna sinn fyrsta titill í sögu félagsins karlameginn og gerðu það með stæl.
Alexander Stefánson var síðan útnefndur maður leiksins að leik loknum.

Kjörísbikar kvenna var einnig hin mesta skemmtun og hefjum við leik í 8-liða úrslitum eins og áður.

8-liða úrslit:

Fylkir-Afturelding 0-3
Þróttur R-Stjarnan 2-3
HK-KA 3-0
Völsungur-Þróttur Nes. 1-3

Ekki mikið um óvænt úrslit hér og eina liðið ekki í efstu deild féll úr leik fyrir Aftureldingu.

Undanúrslit

Þróttur Nes-Afturelding 0-3
Stjarnan-HK 1-3

Úrslit

Afturelding-HK 3-0

Afturelding vann því bikarinn þriðja árið í röð. Það var síðan uppspilari liðsins Kristín Salín Þórhallsdóttir sem var kjörinn maður leiksins þetta árið.

Image result for afturelding bikarmeistari

Landsliðin

Árið 2017 var stærsta ár landsliðanna okkar, stærstu verkefni ársins voru klárlega undankeppni heimsmeistaramótsins þar sem liðin fengu að reyna sig gegn sterkustu landsliðum heims.

Bæði lið hófu þó árið með æfingamótum en í byrjun árs fóru strákarnir til Luxemborgar og léku á hinu árlega Novotel cup en stelpurnar héldu til Ítalíu um páskana og léku á æfingamóti þar.

Það voru þó strákarnir sem hófu alvöruna þegar þeir léku hér heima í úrslitum evrópukeppni smáþjóða.

Úrslit leikja:

Ísland-Luxemborg 1-3
Ísland-N-Írland 3-0
Ísland-Kýpur 1-3

Íslenska liðið endaði því í þriðja sæti á mótinu eftir að hafa tapað gegn sterkum liðum frá Kýpur og Lúxemborg.

Strákarnir voru þó hvergi nærri búnir því næst beið þeirra undankeppni HM í Lyon í Frakklandi.
Fyrsti leikur liðsins þar var gegn heimamönnum í Frakklandi fyrir framan troðfulla höll í Lyon en þar voru samankomnir um 5000 manns.

Úrslit leikja:

Ísland-Frakkland 0-3
Ísland-Þýskaland 0-3
Ísland-Tyrkland 0-3
Ísland-Úkraína 0-3
Ísland-Azerbaijan 0-3

Image result for karla landslið blak

Íslenska liðið náði ekki að vinna hrinu né leik á þessu móti en reynslan sem liðið fékk á eftir að nýtast þeim vel í framtíðinni. Einnig var gaman að sjá hversu margir íslendingar fylgdu liðinu út og studdu með ráðum og dáðum.

Eftir þetta hélt liðið beint á smáþjóðaleikana í San Marino, það er skemmst frá því að segja að liðið olli miklum vonbrigðum og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri frá síðustu smáþjóðamótum. Liðið tapaði öllum sínum leikjum og endaði í neðsta sæti mótsins.

Úrslit:

Ísland-Lúxemborg 0-3
Ísland-Kýpur 1-3
Ísland-Mónakó 1-3
Ísland-San Marínó 1-3

Þær fréttir komu síðan eftir mótið að Rogerio Ponticelli sem stjórnað hafði liðinu síðastliðin 3 ár myndi ekki framlengja samning sinn við liðið. Það var síðan Christopher Achten frá Belgíu sem ráðin var landsliðsþjálfari karla.

Árið 2017 var stórt hjá íslenska kvennalandsliðinu á blaki en þær léku í þremur keppnum líkt og strákarnir.

Þær hófu hinsvegar leik í póllandi í undankeppni HM.

Úrslit:

Ísland-Serbía 0-3
Ísland-Pólland 0-3
Ísland-Tékkland 0-3
Ísland-Slóvakía 0-3
Ísland-Kýpur 0-3

Eins og hjá strákunum náði liðið ekki að vinna hrinu hér og náðu aftur á móti í mikla reynslu sem á eftir að nýtast þeim vel í framtíðinni. Einnig verðum við aftur að minnast á fjölda íslendinga sem fylgdu stelpunum okkar út og studdu þær með ráðum og dáðum allan tímann.

Eftir þetta hélt liðið til San Marínó á smáþjóðaleikana, þar lék liðið oft á tíðum gott blak en úrslitinn féllu þó ekki íslandi í vil og þær rétt misstu af verðlaunum og enduðu í fjórða sæti keppninnar.

Úrslit:

Ísland-Kýpur 1-3
Ísland-San Marínó 3-2
Ísland-Malta 3-0
Ísland-Lúxemborg 2-3
Ísland-Liechtenstein 3-2

Kvennalandsliðið átti þó eftir eitt mót en þær héldu til Lúxemborgar í lok júní til að leika til úrslita í evrópukeppni smáþjóða. Þar fór íslenska liðið á kostum og eftir smá stöggl í byrjun voru stelpurnar óstöðvandi og enduðu á því að sigra mótið og eru þær því evrópumeistarar smáþjóða árið 2017.

Úrslit:

Ísland-Skotland 1-3
Ísland-Færeyjar 3-0
Ísland-Lúxemborg 3-0
Ísland-Kýpur 3-1

Það má því með sanni segja að kvennalandsliðið okkar hafi lokið þessu stærsta landsliðsári frá upphafi á frábæran hátt.

Það er því ljóst að árið 2017 hefur verið gott blakár á Íslandi og er það von okkar hér hjá blakfréttum að árið 2018 verði eins ánægjulegt ef ekki betra en nýliðið ár.

Takk fyrir okkur og njótiði nýja ársins.