[sam_zone id=1]

Erlendur blakannáll 2017

Árið 2017 erlendis var gott og þar er margt sem gerðist á nýliðnu ári, við ætlum hér á eftir að stikla á stóru yfir það helsta sem gerðist á erlendri grundu árið 2017.

Þar ber fyrst að nefna þá íslendinga sem léku til úrslita á Norðurlandamóti félagsliða, HK var þar fulltrúi íslands í kvennaflokki. Þar léku einnig lið Brønby, Holte og Amager öll frá Danmörku. HK náði því miður ekki í sigur á þessu móti og tapaði öllum sínum leikjum 3-0 og endaði í fjórða sæti mótsins. Brønby fór hinsvegar alla leið og vann keppnina í ár.

Í karlaflokki áttu íslendingar einn fulltrúa en Kristján Valdimarsson lék með Tromsø sem endaði í þriðja sæti keppninnar eftir sigur á norska liðinu Viking. Það voru síðan Falkenberg sem unnu keppnina.

Við áttum svo einnig fulltrúa í haust þegar undankeppnin fyrir nýja keppni hófst. Þar voru tvö íslensk lið sem tóku þátt en bæði kvenna og karlalið Aftureldingar tóku þátt. Þar náðist hinsvegar ekki sigur og eru bæði liðin því úr leik.
Ísland á þó fulltrúa í úrslitunum í ár en Tromsø frá Noregi sem landsliðmennirnir Kristján og Theódór leika með tryggði sig inn í úrslitin sem verða haldin núna í lok janúar.

Meistaradeild Evrópu

Meistaradeild evrópu var á sínum stað og var keppnin í ár einstaklega skemmtileg, eins og vanalega endaði keppnin á Final 4 helgi þar sem bestu lið evrópu voru mætt til að sýna listir sínar.

Karlarnir léku í lok maí og fór úrslitahelginn fram í Róm, í undanúrslitum var ítalíuslagur á meðan meistarar síðustu ára frá Zenit Kazan mættu Berlin.

Undanúrslit:

Sir Sicoma Colussi PERUGIA – Cucine Lube CIVITANOVA 3-2

BERLIN Recycling Volleys – Zenit KAZAN 0-3

Bronsleikur:

Cucine Lube CIVITANOVA – BERLIN Recycling Volleys 3-1

Úrslitaleikur:

Sir Sicoma Colussi PERUGIA – Zenit KAZAN 0-3

Það fór eins og síðustu ár að Zenit Kazan frá Rússlandi báru höfuð og herðar yfir önnur lið í evrópu og þeir sigruðu nokkuð örugglega síðasta ár. Þetta var þriðji titill liðsins í röð og spurning hvort það sé eitthvað lið sem geti stöðvað þá á komandi ári.

Að lokum var Maxim Mikhajlov valin mikilvægasti leikmaður mótsins.

Það var svipað upp á teningnum hjá konunum árið 2017 í meistaradeildinni en Final 4 helgin hjá þeim fór fram í Treviso á Ítalíu. Aftur var nágrannaslagur í undanúrslitum en nú voru það tyrknesku liðin Vakifbank Istanbul og Eczacibasi Vitra ISTANBUL sem áttust við. Í hinum leiknum voru það heimakonur í Imoco Volley CONEGLIANO sem mættu rússneska stórveldinu Dinamo Moscow.

Undanúrslit:

Dinamo MOSCOW -Imoco Volley CONEGLIANO 1-3

VakıfBank ISTANBUL-Eczacibasi VitrA ISTANBUL 3-0

Bronsleikur:

Dinamo MOSCOW – Eczacibasi VitrA ISTANBUL 1-3

Úrslitaleikur:

Imoco Volley CONEGLIANO – VakıfBank ISTANBUL 0-3

Í ár var það tyrkneska stórveldið Vakifbank Istanbul sem hafði fádæma yfirburði í meistaradeildinni í vetur og þær tryggðu sér sigur með því að vinna báða andstæðinga sína á ítalíu 3-0. Mikilvægasti leikmaður mótsins var síðan valin Zhu Ting leikmaður Vakifbank Istanbul.

Image result for vakifbank istanbul 2017

Heimsdeildin

Heimsdeildin var á sínum stað þar sem bestu lið heims kepptust um að vinna titilinn og verðlaunaféð sem því fylgir.

Hjá körlunum voru 12 lið í efstu deild og kepptu þeir í þremur riðlum sín á milli til að finna út sex efstu liðin.
Þessi 6 lið voru Frakkland, Brasilía, Bandaríkin, Kanada, Serbía og Rússland.

Þessi lið háðu harða barráttu um gullið en úrslitaumferðin var leikin í Brasilíu. Eftir harða keppni voru það hinsvegar Frakkland og Brasilía sem tryggðu sig í úrslitleikinn eftir að hafa sigrað Norður-Ameríku löndin Bandaríkin og Kanada í undanúrslitum.
Úrslitaleikurinn var svo hin mesta skemmtun þar sem Frakkland hafði að lokum sigur 3-2 í hörkuleik.

Hjá konunum er fyrirkomulagið eins og hjá körlunum og þau sex lið sem tryggðu sig áfram í úrslitariðillin voru Bandaríkin, Kína, Brasilía, Ítalía, Serbía og Holland.

Aftur var þetta hörkukeppni en úrslitin fóru fram í Kína, heimakonur og ólimpíumeistararnir í Kína náðu sér ekki alveg á strik og enduðu í fjórða sæti eftir að hafa tapað bronsleiknum gegn Serbíu.

Í úsrlitum mættust hinsvegar Brasilía og Ítalía og úr varð hörkuleikur sem fór alla leið í fimm hrinur en að lokum voru það þær brasilísku sem að unnu leikin 3-2 og sigruðu heimsdeildina þetta árið.

Evrópukeppni

Hápunktur ársins erlendis var þó klárlega evrópukeppnin en þar léku bestu lið evrópu og freistuðu þess að vinna evrópukeppnina í blaki.

Karlarnir léku fyrst en keppnin hófst í lok ágúst og endaði með úrslitaleik þann 3. september.
Óvæntustu tíðindin í fyrri hluta keppninar voru þau að stórlið Frakka sem leikið hafði mjög vel á síðustu mótum náði sér engan vegin á strik og féll úr leik fyrir 8-liða úrslit keppninnar.

Undanúrslit:

Serbía-Þýskaland 2-3
Rússland-Belgía 3-0

Það var ekki mikið sem kom á óvart við það að sjá Serbíu og Rússland meðal fjögurra bestu liða evrópu hinsvegar voru spútniklið mótsins klárlega Belgía og Þýskaland sem höfðu komið mörgum á óvart. Þýskaland fór síðan skrefinu lengra og sigraði Serbíu og tryggði sig inn í úrslitinn.

Úrslit:

Þýskaland-Rússland 2-3

Þjóðverjar þurftu síðan að sætta sig við grátlegt tap gegn Rússlandi í úrslitum en þeir töpuðu oddahrinunni 15-13. Rússar voru hinsvegar vel að titlinum komnir enda lengi verið með eitt besta blaklið heims.

Image result for germany vs russia volleyball 2017

Konurnar stigu seinna á svið en þær léku mánuði seinna í Azerbaijan og Georgíu. Framan af móti var lítið um óvænt úrslit en helst má nefna að gestgjafar Azerbaijan spiluðu gríðarlega vel og fóru alla leið í undanúrslit. Tyrkir komu einnig á óvart og unnu stórlið Rússa í 8-liða úrslitum.

Undanúrslit:

Holland-Azerbaijan 3-2
Serbía-Tyrkland 3-0

Hollendingar eyðilögðu hér vonir heimakvenna um óvæntan sigur á heimavelli á meðan Serbía sýndi mátt sinn og fór auðveldlega í gegnum lið Tyrklands.

Úrslit:

Holland-Serbía 1-3

Image result for tijana boskovic volleyball serbia vs holland

Serbía sýndi í þessum leik að þær voru einu númeri stærri en hinar evrópuþjóðirnar árið 2017 og voru vel að þessum titli komnar. Holland hinsvegar heldur áfram að næla sér í silfurverðlaun og var þetta annað evrópumótið í röð sem liðið fær silfur.

Þá er þessari yfirferð yfir blakárið 2017 utan Íslands lokið. Við vonum að þið hafið notið þessa blakárs jafnvel og við hér á blakfréttum gerðum og vonum að næsta blakár verði jafngott og árið á undan á erlendum vettvangi.