[sam_zone id=1]

Unterhaching tapaði 3-1 gegn Karlsruhe í Þýskalandi

Hristiyan Dimitrov og félagar hans í TSV Unterhaching fengu SSC Karlsruhe í heimsókn í gær.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Karlsruhe og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Fyrsta og önnur hrinan þróuðust nánast alveg eins en þær voru jafnar til að byrja með. Karlsruhe spýttu í um miðjar hrinur og unnu sér inn nokkurra stiga forskot og lauk þeim með 25-21 og 25-17 sigri þeirra.

Unterhaching neituðu að gefast upp og spiluðu mun betur í þriðju hrinu. Allt leit þó út fyrir að Karlsruhe myndu vinna leikinn 3-0 eftir að hafa skorað nokkur stig í röð og komist í 21-18. Unterhaching komu sterkir til baka og unnu hrinuna 22-25.

Allur vindur virtist farinn úr þeim í fjórðu hrinu og gekk lítið upp. Karlsruhe komust í 8-1 og hleyptu Unterhaching aldrei aftur inn í leikinn. Hrinunni lauk með 25-11 sigri Karlsruhe og leiknum því 3-1.

Eftir leikinn eru Unterhaching jafnir Delitzsch í 10.-11. sæti deildarinnar með 13 stig en eiga þó leiki inni á flest önnur lið deildarinnar.