[sam_zone id=1]

Líf og fjör á Íslandsmóti í 5. og 6. flokki

Um helgina fór fram fyrri hluti Íslandsmóts í 5. og 6. flokki í Fagralundi. Yfir 26 lið mættu til leiks og var mikið líf og fjör í Kópavoginum. Spilað var krakkablak á fyrsta til fimmta stigi, svo börnin fengu öll að spila blak við sitt hæfi. Úrslitin á mótinu voru eftirfarandi:

5. flokkur – þriðja stig

  1. BF
  2. Þróttur Reykjavík
  3. Huginn

5. flokkur – fjórða stig

  1. Þróttur Nes
  2. BF
  3. Vestri

6. flokkur – þriðja stig

  1. Vestri
  2. Fylkir
  3. Huginn

Myndir: Una Sigurðardóttir