[sam_zone id=1]

Tromsø vann fyrri leikinn

Tromsø, lið Kristjáns og Theódórs, spilaði í gær fyrri leikinn við Stod í 8 liða úrslitum bikarsins en Tromsø vann leikinn 3-0 og eru í góðum málum fyrir seinni leikinn eftir viku.

Tromsø byrjaði vel og komust fljótt yfir og leiddu framan af, Stod gáfust samt ekki upp og náðu að jafna í stöðunni 20-20 en Tromsø var sterkara í lokinn og vann hrinuna 25-21.

Næstu tvær hrinur voru síðan svipaðar Tromsø liðið byrjaði ekkert sérstaklega vel en sýndu síðan gæði sín þegar leið á hrinuna og unnu þær báðar, 25-22 og 25-23.

Þetta var ekki besti leikur sem að Tromsø hefur spilað í vetur en það var samt mjög sterkt hjá þeim að vinna 3-0 án þess að spila sérstaklega vel.

Kristján og Theódór voru eins og vanalega í byrjunarliðinu en Kristján skoraði 1 stig en Theódór gerði 6 stig.