[sam_zone id=1]

Sigur og tap í dönsku deildinni

Berglind og Gígja voru að spila með liðum sínum, Fortuna og Ikast, um helgina og það gekk misvel hjá þeim en Berglind vann góðan 3-1 sigur með liði sínu Fortuna en Gígja tapaði 3-0 með Ikast.

Við fengum stutta lýsingu frá Berglindi á þeirra leik.

“Fredriksberg voru fastar í traffík á leiðinni þannig það var klukkutíma seinkun á leiknum. Við byrjuðum leikinn mjög illa, við unnum ekki slögin okkar og gerðum mikið af mistökum en svo ákváðum við að taka okkur saman og við unnum næstu 3 hrinur mjög sannfærandi”

Eins og hún segir þarna þá seinkaði leiknum en þrátt fyrir það og slaka byrjun þá unnu Fortuna góðan 3-1 sigur. Berglind var í byrjunarliðinu og skoraði 6 stig í leiknum.

Það gekk ekki eins vel hjá Gígju en þær voru í heimsókn í höfuðborginni og er óhætt að segja að heimakonur í Amager hafi ekki sýnt mikla gestrisni en þær unnu öruggan 3-0 sigur (25-13, 25-21, 25-14). Það er óhætt að segja að Ikast hafi ekki átt mikin möguleika í þessum leik en þær sýndu ágæta takta inná milli og þá aðallega í annari hrinunni.

Gígja spilaði allan leikinn og skoraði 1 stig.